Rúna Vala...hin eina sanna, enjoy...  

Gestabókin



Eldri blogg:





sendu mér póst
laugardagur, janúar 18, 2003

Jájá. Ég fór í jarðarför afa míns í gær. Þurfti meira að segja að skrópa í nokkrum tímum í skólanum. Athöfnin var virkilega falleg. Ég bar blómvönd út úr kirkjunni á eftir kistunni og svo kistuna úr bílnum og á gröfina. Við gerðum það "stóru" barnabörnin. Gaman að tilheyra bæði "litlu" barnabörnunum og þeim "stóru". Erfidrykkjan fór fram í oddfellowhúsinu við vonarstræti og við þurftum tvær hæðir, svo margt fólk kom!!! Og kossaflensinn, maður!!! Fólk sem ég þekkti ekki neitt kom og knúsaði mig eins og ég væri uppáhalds frænka þeirra. Svo kynntist ég Davs, jeg hedder Klaus. Hann er skondinn! Hann birtist einn daginn hjá ömmu og afa og sagði ,,Davs, jeg hedder Klaus" og var hjá þeim í sex mánuði að læra leirmótun og fleira. Þetta var fyrir löngu. Svo löngu að hann hélt að ég væri systa þegar hann sá mig!!! (NB, systa er 11 árum eldri en ég). Fólk fattar ekki að krakkar stækka og eldast þegar það sér þá ekki í mörg ár. Jaaaaá, ljóðið mitt fallega sem sést hér neðar á síðunni birtist í minningargreininni um afa í föstudagsmogganum. Ég er alveg að rifna úr stolti!!!


skrifað af Runa Vala kl: 19:48

Comments: Skrifa ummæli
© Sigrún Vala